Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
   fös 24. október 2025 11:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sheffield Wednesday sækir um gjaldþrotaskipti
Mynd: EPA
Sheffield Wednesday hefur sótt um gjaldþrotaskipti eftir að í ljós kom að skattayfirvöld í Bretlandi hygðust fara fram á gjaldþrotaskipti í félaginu.

Wednesday er í ensku Championship-deildinni, næstefstu deild, og er ljóst að tólf stig verða dregin af liðinu.

Starfsfólk hefur verið upplýst um stöðu mála og stjórnendur hafa fundað með leikmönnum. Næsti leikur liðsins fer fram á Hillsborough á morgun þegar Oxford kemur í heimsókn.

Það er ekki gott ástandið hjá Wednesday, stuðningsmenn sniðgengu leik liðsins gegn Middlesbrough á miðvikudag.

Með því að fara í gjaldrþotaskipti verður bundinn endi á áratuga eignarhald Dejphon Chansiri á félaginu. Tælendingurinn tók við stjórn árið 2015 og var markmiðið að komast aftur upp í efstu deild, en það náðist ekki.

Félagið er í félagaskiptabanni og hafa laun ekki verið greidd á réttum tíma fimm sinnum á síðustu sjö mánuðum.

Wednesday er í neðsta sæti deildarinnar og eftir stigafrádráttinn verður liðið 15 stigum frá öruggu sæti.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 11 7 4 0 31 8 +23 25
2 Middlesbrough 11 7 3 1 15 7 +8 24
3 Millwall 11 6 2 3 13 13 0 20
4 Bristol City 11 5 4 2 19 11 +8 19
5 Charlton Athletic 11 5 3 3 13 9 +4 18
6 Stoke City 11 5 3 3 12 8 +4 18
7 Hull City 11 5 3 3 19 19 0 18
8 QPR 11 5 3 3 15 16 -1 18
9 Leicester 11 4 5 2 15 11 +4 17
10 West Brom 11 5 2 4 12 13 -1 17
11 Preston NE 11 4 4 3 12 10 +2 16
12 Watford 11 4 3 4 13 13 0 15
13 Birmingham 11 4 3 4 11 14 -3 15
14 Ipswich Town 10 3 4 3 16 13 +3 13
15 Wrexham 11 3 4 4 15 16 -1 13
16 Swansea 11 3 4 4 10 11 -1 13
17 Portsmouth 11 3 4 4 10 12 -2 13
18 Southampton 11 2 6 3 12 15 -3 12
19 Derby County 11 2 5 4 12 16 -4 11
20 Oxford United 11 2 3 6 11 14 -3 9
21 Sheffield Utd 11 3 0 8 7 17 -10 9
22 Norwich 11 2 2 7 11 16 -5 8
23 Blackburn 10 2 1 7 8 16 -8 7
24 Sheff Wed 11 1 3 7 9 23 -14 6
Athugasemdir
banner
banner