Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
   fös 24. október 2025 20:57
Snæbjört Pálsdóttir
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eimskip
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: EPA

Ísland vann öruggan og langþráðan 0-2 sigur á Norður-Írlandi í kvöld

Aðspurður um leikinn svaraði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins,

„Mér fannst þetta bara vera sannfærandi, mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður og heilt yfir bara fínn. Svo kannski í seinni hálfleik þá drápum við tempóið aðeins of mikið niður og héldum ekki alveg sama takti í leik okkar, kannski of róleg í því sem við ætluðum að gera og hefðum getað gert þetta betur."

„Ég er bara sáttur með að koma hingað og vinna. Þetta er fyrri leikurinn og við þurfum að mæta í seinni leikinn og klára hann líka"


Lestu um leikinn: Norður-Írland 0 -  2 Ísland

Amir Mehica kom nýr inn í landsliðsteymið núna í haust og sér um föst leikatriði hjá liðinu, gott dagsverk hjá honum þar sem bæði mörk Íslands komu úr föstum leikatriðum í kvöld.

„Jú hann var búinn að lofa marki þannig það er bara gott"

„Gott að við höldum áfram að skora úr föstum leikatriðum, við höfum gert það hingað til og reglulega og ég er bara mjög sáttur að við höldum því áfram."

„Þær ógnuðu í sjálfu sér ekkert markinu okkar en við þurfum bara að halda haus og mæta að krafti inn í seinni leikinn og  klára hann og spila hann vel líka."

„Ég held að þær muni áfram liggja til baka og beita skyndisóknum og svona bíða eftir tækifærunum sínum. Maður hefði kannski haldið að á heimavelli að þær gerðu meira af því að pressa en þær gerðu ekkert af því raunverulega, þannig eitthvað þurfa þær að reyna allavega til að skora en við þurfum bara að mæta og spila okkar leik, mæta af krafti og ekki gefa nein færi á okkur."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir