Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
banner
   fim 23. október 2025 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gasperini: Menn þurfa að líta í spegil
Mynd: EPA
Roma er aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki í Evrópudeildinni eftir tap gegn Viktoria Plzen í kvöld.

Roma var með mikla yfirburði í leiknum en eina mark liðsinis í 2-1 tapi skoraði Paulo Dybala úr vítaspyrnu. Gian Piero Gasperini, stjóri liðsins, gagnrýndi sóknarmenn liðsins.

„Það eru margir leikmenn sem hafa ekki skorað lengi svo þeir þurfa að líta í spegil og spyrja sig hvers vegna það er," sagði Gasperini.

„Það er vegna þess að það eru augljóslega vandamál, ef við hefðum ekki skorað úr vítaspyrnu, hefðum við ekki skorað í dag, þrátt fyrir að hafa eytt megninu af leiknum á síðasta þriðjungi. Við þurfum að farra yfir þetta."
Athugasemdir