Það fara mikilvægir leikir fram í Þjóðadeild kvenna í dag og í kvöld þar sem Þýskaland og Frakkland áttust við í fyrsta stórleik dagsins.
Þær þýsku voru sterkari aðilinn á heimavelli en staðan hélst markalaus þar til á 79. mínútu, þegar Klara Bühl skoraði eftir laglegt einstaklingsframtak. Hún fékk góða sendingu út á vinstri kantinn, fór yfir á hægri fótinn og hljóp framhjá tveimur varnarmönnum Frakka áður en hún lét vaða með föstu skoti rétt utan vítateigs.
Bühl leikur með FC Bayern ásamt Glódísi Perlu Viggósdóttur.
Pauline Peyraud-Magnin markvörður Frakka hefði líklega mátt gera betur þar sem skotið fór á nánast mitt markið.
Meira var ekki skorað svo lokatölur urðu 1-0 og mætast liðin í seinni leiknum eftir helgi. Sá fer fram næsta þriðjudag og verður leikinn í Frakklandi.
Liðin áttust við í undanúrslitaleik Þjóðadeildarinnar og mætir sigurvegari einvígisins annað hvort Spáni eða Svíþjóð í úrslitaleiknum.
Það er fleiri leikjum lokið í dag þar sem Danmörk fór létt með Finnland í umspilsleik um sæti í A-deildinni.
Pernille Harder skoraði tvö og lagði eitt upp í stórsigri i í Finnlandi og eru Danir því í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn á heimavelli.
Tékkland sigraði heimaleik gegn Austurríki í umspili um sæti í A-deild á meðan Tyrkland rúllaði yfir Kósovó í umspili um sæti í B-deild.
Að lokum var það Kýpur sem rétt marði Albaníu í fyrri umspilsleik liðanna um sæti í B-deild, 3-2.
Þýskaland 1 - 0 Frakkland
1-0 Klara Buhl ('79)
Finnland 1 - 6 Danmörk
0-1 Emma Snerle ('10)
0-2 Sofie Svava ('39)
0-3 Pernille Harder ('45+2)
0-4 Pernille Harder ('68)
0-5 Sara Holmgaard ('87)
1-5 Lotta Lindstrom ('90)
1-6 Sara Holmgaard ('94)
Tékkland 1 - 0 Austurríki
1-0 Michaela Khyrova ('42)
Kósovó 0 - 4 Tyrkland
Kýpur 3 - 2 Albanía
Athugasemdir

