Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
banner
   fim 23. október 2025 13:04
Elvar Geir Magnússon
Heimild: BBC 
BBC fjallar um Viktor Bjarka - „Táningarnir stálu senunni“
Viktor Bjarki Daðason.
Viktor Bjarki Daðason.
Mynd: EPA
Ungir leikmenn voru svo sannarlega í sviðsljósinu í Meistaradeildinni þessa vikuna og einn af þeim er Íslendingurinn Viktor Bjarki Daðason sem skoraði fyrir FC Kaupmannahöfn gegn Dortmund.

BBC fjallar á vefsíðu sinni um þá táninga sem voru að láta ljós sitt skína á stærsta sviðinu


17 ára og 113 daga gamall varð Viktor þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora í Meistaradeildinni en hann skoraði sárabótamark fyrir FCK í 2-4 tapi.

Viktor lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið FCK í dönsku deildinni um síðustu helgi og hans fyrsta mark fyrir félagið kom gegn þýska stórliðinu.

„Skallamark hans á þriðjudaginn sýndi að hann hefur hæfileika og möguleikana til að verða líkamlega sterkur og öflugur framherji," segir í umfjöllun BBC.
Athugasemdir