Miðjumaðurinn Adam Wharton hefur verið eftirsóttur undanfarin ár en hann er með tæplega fjögur ár eftir af samningi sínum við Crystal Palace.
Wharton er 21 árs gamall og hefur verið mikil umræða um hvort Palace takist að halda honum hjá félaginu eftir að hafa misst Eberechi Eze til Arsenal síðasta sumar.
Vilji leikmannsins er ljós eftir síðustu ummæli hans. Hann vill fara frá Palace ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina og er ekki að berjast um titla. Palace vann enska bikarinn á síðustu leiktíð og var það fyrsti stóri titill í sögu félagsins.
Wharton er lykilmaður í liði Palace og þráir að fara með enska landsliðinu á HM á næsta ári.
„Markmiðið mitt er að spila í Meistaradeildinni. Ég vil spila eins mikið af leikjum og ég get í ensku úrvalsdeildinni til að komast á mitt hæsta mögulega gæðastig. Það er HM næsta sumar og allir Englendingar vilja spila þar, ég meðtalinn," segir Wharton.
„Þetta er það sem ég vil fyrir ferilinn minn, að vinna sem mest. Ég vil vinna leiki og ég vil vinna titla."
Crystal Palace er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur, með 13 stig úr 8 umferðum.
Athugasemdir




