Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi sagði frá því í gær að Gordon Stipic, umboðsmaður MArc Guehi, hefði nýlega hitt og rætt vð Max Eberl sem er íþróttastjóri Bayern Munchen.
Guehi er leikmaður Crystal Palace og enska landsliðsins. Samningur miðvarðarins við enska félagið rennur út næsta sumar.
Real Madrid, Barcelona, Manchester City og Liverpool eru á meðal félaga sem vilja fá hann næsta sumar.
Guehi er leikmaður Crystal Palace og enska landsliðsins. Samningur miðvarðarins við enska félagið rennur út næsta sumar.
Real Madrid, Barcelona, Manchester City og Liverpool eru á meðal félaga sem vilja fá hann næsta sumar.
Dayot Upamecano, miðvörður Bayern, gæti farið næsta sumar og því fylgist Bayern með stöðu mála hjá Englendingnum. Kim Min-jae gæti þá verið seldur frá þýsku meisturunum. Bayern fylgist einnig með Nico Schollterbeck sem spilar með Dortmund.
Guehi er 25 ára og var mjög nálægt því að fara til Liverpool í sumar en Crystal Palace hafnaði að lokum tilboði Englandsmeistaranna.
Athugasemdir

