Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Viðtal við Elmar Atla
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Viðtal við Luke Rae
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
banner
   lau 25. október 2025 15:26
Brynjar Ingi Erluson
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Hallgrímur Jónasson
Hallgrímur Jónasson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, kannski ekki að engu að keppa en mun minna að keppa en oft í sumar. Okkur langaði að enda þetta vel og eins og ofarlega og við getum. Himinn og jörð hefði ekki farist ef við hefðum ekki náð sjöunda sætinu. Okkur langaði það og ánægður að við náðum því,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir að liðið vann Forsetabikarinn þriðja árið í röð í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  4 KA

KA vann dramatískan 4-3 sigur á ÍBV á Hásteinsvelli í úrslitaleik um Forsetabikarinn.

Birnir Snær Ingason skoraði sigurmarkið í leik þar sem spennustigið var kannski alveg jafn hátt og menn hefðu viljað.

Góður endir á tímabilinu hjá KA sem gekk í gegnum erfiðan kafla í byrjun móts, en Hallgrímur fer nú á fullt að undirbúa nýtt tímabil.

„Ég hlakka til að byrja undirbúningstímabilið og ætlum að gera betur í byrjun næsta tímabils og það er markmiðið okkar þegar við byrjum aftur að vera klárir þegar mótið byrjar bæði leikmannalega séð og fleira því við vorum bara ekki á nógu góðum stað þegar mótið byrjar.“

„Við viljum vera ofar og ekki langt síðan Sævar Pétursson gaf út að KA vill vera frá fimmta til áttunda sæti. Við erum þar en við áttum okkur á stærð félagsins og þegar við gerum vel þá viljum við vera ofar. Núna hafa undanfarin ár boðið upp á svolítið skemmtilegt, bikar og Evrópukeppnir og þyrstir að vera þar. Við megum samt ekki að gleyma því að ef KA endar um miðja deild að það sé hræðilegt því það er það alls ekki. Við viljum gera betur á næsta ári en deildin byrjaði illa, enduðum vel og ánægðir með okkur í Evrópu,“
sagði hann ennfremur en hann kemur einnig inn á leikmannamálin og fleira í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner