Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   lau 25. október 2025 15:26
Brynjar Ingi Erluson
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Hallgrímur Jónasson
Hallgrímur Jónasson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, kannski ekki að engu að keppa en mun minna að keppa en oft í sumar. Okkur langaði að enda þetta vel og eins og ofarlega og við getum. Himinn og jörð hefði ekki farist ef við hefðum ekki náð sjöunda sætinu. Okkur langaði það og ánægður að við náðum því,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir að liðið vann Forsetabikarinn þriðja árið í röð í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  4 KA

KA vann dramatískan 4-3 sigur á ÍBV á Hásteinsvelli í úrslitaleik um Forsetabikarinn.

Birnir Snær Ingason skoraði sigurmarkið í leik þar sem spennustigið var kannski alveg jafn hátt og menn hefðu viljað.

Góður endir á tímabilinu hjá KA sem gekk í gegnum erfiðan kafla í byrjun móts, en Hallgrímur fer nú á fullt að undirbúa nýtt tímabil.

„Ég hlakka til að byrja undirbúningstímabilið og ætlum að gera betur í byrjun næsta tímabils og það er markmiðið okkar þegar við byrjum aftur að vera klárir þegar mótið byrjar bæði leikmannalega séð og fleira því við vorum bara ekki á nógu góðum stað þegar mótið byrjar.“

„Við viljum vera ofar og ekki langt síðan Sævar Pétursson gaf út að KA vill vera frá fimmta til áttunda sæti. Við erum þar en við áttum okkur á stærð félagsins og þegar við gerum vel þá viljum við vera ofar. Núna hafa undanfarin ár boðið upp á svolítið skemmtilegt, bikar og Evrópukeppnir og þyrstir að vera þar. Við megum samt ekki að gleyma því að ef KA endar um miðja deild að það sé hræðilegt því það er það alls ekki. Við viljum gera betur á næsta ári en deildin byrjaði illa, enduðum vel og ánægðir með okkur í Evrópu,“
sagði hann ennfremur en hann kemur einnig inn á leikmannamálin og fleira í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner