Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
   fös 24. október 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gabriel er meiddur - Hver fær tækifærið?
Mynd: Arsenal
Mynd: Arsenal
Brasilíski miðvörðurinn Gabriel Magalhaes fór meiddur af velli í sannfærandi sigri Arsenal gegn Atlético Madrid í Meistaradeildinni í vikunni.

Hann hefur ekki ennþá getað æft eftir að hafa verið skipt af velli en Cristhian Mosquera kom inn af bekknum í hans stað.

Einhverjir bjuggust við að Piero Hincapié kæmi inn þar sem hann er örvfættur eins og Gabriel og var keyptur fyrir rúmlega 50 milljónir evra í sumar.

Mosquera var einnig keyptur inn í sumar og stóð sig frábærlega þegar Arsenal þurfti á honum að halda til að fylla í skarðið fyrir William Saliba í hjarta varnarinnar, eftir að Frakkinn meiddist smávægilega á ökkla gegn Liverpool í lok ágúst.

Það á eftir að úrskurða um alvarleika meiðsla Gabriel en mögulegt er að hann missi af leik Arsenal á heimavelli gegn bikarmeisturum Crystal Palace um helgina.

Þó er óljóst hvort Hincapié, sem er nýlega búinn að jafna sig af nárameiðslum, eða Mosquera muni taka miðvarðarstöðuna ef Gabriel verður ekki klár í slaginn.

Arsenal situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 19 stig eftir 8 umferðir, þremur stigum meira heldur en Manchester City í öðru sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
14 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
15 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
16 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir