Crystal Palace tapaði gegn AEK Larnaca frá Kýpur í Sambandsdeildinni í kvöld.
Liðið tapaði sínum fyrsta leik þann 10. október síðan í apríl gegn Everton. Liðið gerði síðan jafntefli gegn Bournemouth síðustu umferð.
Liðið tapaði sínum fyrsta leik þann 10. október síðan í apríl gegn Everton. Liðið gerði síðan jafntefli gegn Bournemouth síðustu umferð.
„Svona er Evrópuboltinn. Við verðum að læra af þessu, það er refsað fyrir smá mistök og að sama skapi fengum við nóg af tækifærum til að vinna. Það er ekki bara saga leiksins í dag heldur marga aðra," sagði Galsner.
Jaydee Canvot var í annað sinn í byrjunarliðinu hjá Palace en hann gerði slæm mistök í aðdraganda sigurmarksins. Hann átti slæma sendingu sem fór beint á Marcus Rohden sem sendi á Riad Bajic sem skoraði með föstu skoti í nærhornið.
„Þetta er hluti af fótboltanum, það er enginn að kenna honum um, svona gerist. Hann kláraði færið frábærlega, ef þú skorar ekki þá vinnur þú ekki. Við misstum stig í dag, það er svekkjandi, pirrandi og það er sárt en við höldum áfram," sagði Glasner.
Crystal Palace 0-1 AEK LarnacaRiad Baji? 51'
byu/atbg1936 insoccer
Athugasemdir




