Það verður risaleikur á Kerecis-vellinum á Ísafirði á morgun þegar KR kemur í heimsókn og mætir heimamönnum í Vestra í lokaumferð Bestu deildarinnar. Flautað verður til leiks klukkan 14:00.
Ljóst er að sigurliðið mun halda sæti sínu í deildinni og Vestra gæti nægt jafntefli ef Afturelding vinnur ekki ÍA í leik sem spilaður er á sama tíma.
Fótbolti.net setti saman líkleg byrjunarlið fyrir leikinn og ein breyting er á báðum liðum.
Ljóst er að sigurliðið mun halda sæti sínu í deildinni og Vestra gæti nægt jafntefli ef Afturelding vinnur ekki ÍA í leik sem spilaður er á sama tíma.
Fótbolti.net setti saman líkleg byrjunarlið fyrir leikinn og ein breyting er á báðum liðum.
Byrjum á KR. Spilamennska liðsins hefur verið nokkuð fín í síðustu leikjum og í grunninn sama liðið spilað leikina. Alexander Helgi Sigurðarson tekur út leikbann og Aron Þórður Albertsson, sem tók út leikbann í síðasta leik, kemur líklega inn í hans stað.
Við spáum því svo að það verði ein breyting á byrjunarliði Vestra, spáum því að KR-ingurinn Gunnar Jónas Hauksson komi inn á miðjuna og Guðmundur Arnar Svavarsson. Við það færist Diego Montiel út á kantinn.
Besta-deild karla - Neðri hluti
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. KA | 27 | 11 | 6 | 10 | 45 - 49 | -4 | 39 |
| 2. ÍA | 27 | 11 | 1 | 15 | 37 - 50 | -13 | 34 |
| 3. ÍBV | 27 | 9 | 6 | 12 | 34 - 37 | -3 | 33 |
| 4. KR | 27 | 8 | 7 | 12 | 55 - 62 | -7 | 31 |
| 5. Vestri | 27 | 8 | 5 | 14 | 26 - 44 | -18 | 29 |
| 6. Afturelding | 27 | 6 | 9 | 12 | 36 - 46 | -10 | 27 |
Athugasemdir


