Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fim 23. október 2025 15:18
Kári Snorrason
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Eimskip
Þorsteinn Halldórsson.
Þorsteinn Halldórsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Íslenska kvennalandsliðið mætir því norður írska í fyrri leik liðanna í umspili Þjóðadeildarinnar annað kvöld. Leikið verður á Ballymena Showgrounds vellinum rétt utan Belfast í Norður Írlandi.

Fótbolti.net ræddi við Þorstein Halldórsson þjálfara liðsins eftir síðustu æfingu Íslands fyrir leikinn.


„Ég býst við mjög aggresívum leik frá þeim. Þær eru beinskeyttar, grimmar og spila mikið í lágri blokk og eru skipulagðar. Við þurfum að vera þolinmóð þeirri nálgun sem við mætum í þennan leik. Þetta er náttúrulega bara fyrri leikurinn, en úrslitin skipta að sjálfsögðu miklu máli.“ 

„Við vitum að við þurfum að vera á tánum og þurfum að spila góðan leik til að vinna þær. Ég hef fulla trú að við munum eiga góðan leik hér á morgun, það er planið okkar og það sem við stefnum að. Við mætum á morgun til að spila til sigurs.“ 

Allir leikmenn klárir í bátana?

„Það eru allir leikmenn klárir, sem er gott. Það er sú staða sem þú vilt hafa daginn fyrir leik þannig það er gott að við vitum að við getum stillt upp liðinu sem við ætluðum okkur að stilla upp.“  

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner