Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
banner
   lau 25. október 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford: Ég þurfti á breytingu að halda
Mynd: Barcelona
Kantmaðurinn Marcus Rashford hefur farið vel af stað á lánsdvöl sinni hjá spænska stórveldinu Barcelona og vonast til að vera keyptur til félagsins á næsta ári.

Rashford átti mjög kaflaskipta dvöl hjá Manchester United þar sem hann átti stundum frábært tímabil en önnur ár gekk ekkert upp sem hann tók sér fyrir hendur.

„Fólk gleymir því oft að ég hef verið í Manchester United langstærsta hluta ævi minnar, þetta eru 23 eða 24 ár hjá sama félagi. Stundum þarf maður bara á breytingu að halda og ég held að það sé tilfellið hjá mér. Ég er að njóta mín í botn hérna," segir Rashford sem mætir Real Madrid í El Clásico slagnum um helgina.

„Ég vil vera áfram í Barcelona, þetta er stórkostlegt félag sem hefur spilað lykilþátt í að móta íþróttina í gegnum árin. Það er heiður að klæðast treyju félagsins."

Rashford er samningsbundinn Man Utd til 2028 en ólíklegt er að hann spili aftur undir stjórn Ruben Amorim þjálfara. Hann hefur komið með beinum hætti að 11 mörkum í 12 leikjum á upphafi tímabils.

   22.10.2025 08:00
Rashford: Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom hingað

Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 9 8 0 1 20 9 +11 24
2 Barcelona 9 7 1 1 24 10 +14 22
3 Villarreal 9 5 2 2 16 10 +6 17
4 Atletico Madrid 9 4 4 1 16 10 +6 16
5 Betis 9 4 4 1 15 10 +5 16
6 Espanyol 9 4 3 2 13 11 +2 15
7 Elche 9 3 5 1 11 9 +2 14
8 Athletic 9 4 2 3 9 9 0 14
9 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
10 Alaves 9 3 3 3 9 8 +1 12
11 Vallecano 9 3 2 4 11 10 +1 11
12 Getafe 9 3 2 4 9 12 -3 11
13 Osasuna 9 3 1 5 7 9 -2 10
14 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
15 Valencia 9 2 3 4 10 14 -4 9
16 Oviedo 10 3 0 7 5 16 -11 9
17 Levante 9 2 2 5 13 17 -4 8
18 Mallorca 9 2 2 5 10 14 -4 8
19 Celta 9 0 7 2 8 11 -3 7
20 Girona 10 1 3 6 6 20 -14 6
Athugasemdir
banner
banner