Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   mán 01. desember 2025 14:35
Elvar Geir Magnússon
Man Utd og Chelsea á eftir brasilískum táningi
Luis Eduardo (til hægri) í baráttunni.
Luis Eduardo (til hægri) í baráttunni.
Mynd: EPA
Luis Eduardo, brasilískt sautján ára undrabarn, vakti mikla athygli á HM U17 landsliða sem fram fór í síðasta mánuði.

Brasilía endaði í fjórða sæti á mótinu en Eduardo var fyrirliði á mótinu.

Strákurinn er líkamlega öflugur miðvörður sem býr yfir miklum hraða. Hann er hjá Gremio og er sagt að Manchester United og Chelsea hafi bæði látið brasilíska félagið vita af áhuga sínum.

Táningurinn skrifaði undir nýjan samning til 2028 og ljóst að Gremio er ekki að fara að selja hann ódýrt. Hann ku vera með 53 milljóna punda riftunarákvæði.
Athugasemdir
banner