Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. desember 2019 08:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool og Manchester liðin berjast um framherja
Powerade
Aubameyang er orðaður við Inter.
Aubameyang er orðaður við Inter.
Mynd: Getty Images
Caglar Soyuncu er ekki til sölu.
Caglar Soyuncu er ekki til sölu.
Mynd: Getty Images
Það er innan við mánuður í að janúar glugginn opni og ensku slúðurblöðin eru klá rmeð allt það helsta.



Brendan Rodgers, stjóri Leicester, segir að engin klásúla sé í samningi hans um að hann geti farið annað. Rodgers hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Arsenal. (Mirror)

Pierre-Emerick Aubameyang (30) framherji Arsenal, er á óskalista Inter fyrir janúar. (Star)

Philippe Coutinho (27) er sáttur á láni hjá Bayern Munchen frá Barcelona en hann vonast til að vera áfram hjá þýska félaginu. (Marca)

Leikmenn Watford vilja fá breskan stjóra eftir brottrekstur Quique Sanchez Flores. Chris Hughton og Paul Clement þykja líklegastir. (Mail)

Eberechi Eze, ungur miðjumaður QPR, gæti misst af félagaskiptum til Tottenham eftir að Mauricio Pochettino hætti. Chelsea, Leicester og West Ham hafa líka fylgst með þessum 21 árs gamla leikmanni. (Sun)

Giovani lo Celso (23) er að íhuga að skipta um félag en hann er í láni hjá Tottenham frá Real Betis. (Marca)

Liverpool hefur ákveðið að berjast við Manchester United og Manchester City um Mathis Rayan Cherki (16) framherja Lyon en hann hefur nú þegar spilað í frönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. (90 Min)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hrósaði Jack Grealish, miðjumanni Aston Villa, eftir leik liðanna í gær. Hann vildi þó ekki tjá sig mikið um áhuga United á leikmanninum. (Metro)

Fabio Paratici, stjórnarmaður Juventus, segir að félagið hafi ekki áhuga á að fá króatíska miðjumanninn Ivan Rakitic (31) frá Barcelona. (Mail)

Juventus hefur ekki ennþá ákveðið hvort félagið selji tyrkneska varnarmanninn Merih Demiral (21) eða ekki. Demiral hefur verið orðaður við Manchester United, Manchester City og Arsenal. Juventus gæti einnig selt miðjumanninn Daniele Rugani (25) en Arsenal, Wolves og West Ham vilja hann. (Calciomercato)

Umboðsmaður tyrkneska varnarmannsins Caglar Soyuncu (23) segir að leikmaðurinn sé ekki á förum frá Leicester á næstunni. Soyuncu hefur verið orðaður við Manchester City. (Leiceter Merccury)

Barcelona gæti leitað til þýska miðjumannsins Julia Weigl hjá Dortmund til að styrkja miðjuna hjá sér. (Mail)

Jonjo Shelvey (27), miðjumaður Newcastle, vonast eftir nýjum samningi en hann vill enda feril sinn í ensku úrvalseildinni hjá félaginu. (Newcastle Chronicle)

Romain Alessandrini (30) kantmaður LA Galaxy hefur verið orðaður við Aston Villa. (Birmingham Mail)

Dejan Kulusevski, miðjumaður Atalanta, segist vera aðdáandi Chelsea en hann hefur verið orðaður við Arsenal, Manchester United og Tottenham. Dejan er Svíi en hann er á láni hjá Atalanta frá Parma. (Talksport)

Breska og írska knattspyrnusambandið ætla að sækja saman um að halda HM 2030. (Times)
Athugasemdir
banner
banner