Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 02. desember 2019 10:02
Magnús Már Einarsson
Myndband: Boltastrákurinn hitti hetjur sínar í Tottenham
Callum Hynes, boltastrákur hjá Tottenham átti þátt í marki liðsins í sigri á Olympiakos í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Hynes var fljótur að koma nýjum bolta í leik við hliðarlínuna og það endaði á marki frá Harry Kane.

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hrósaði Hynes í leiknum og um helgina fékk Hynes að borða með leikmönnum Tottenham fyrir leik liðsins gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.

Hér má sjá myndband af því þegar hann hitti leikmenn liðsins.

Athugasemdir
banner