Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 02. desember 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mistök og ekki mistök - „Það er gott að fá hann aftur heim"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Örn Atlason gekk í raðir Víkings í síðustu viku eftir eitt tímabil hjá Breiðabliki. Davíð gekk í raðir Breiðabliks frá einmitt Víkingi svo um einskonar heimkomu var að ræða.

Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, ræddi við Fótbolta.net eftir að Davíð var tilkynntur sem leikmaður Víkings. Kári spilaði með Davíð tímabilin 2019 og 2020 hjá Víkingi.

Fannst þér mistök hjá honum að fara í Breiðablik? „Mistök og ekki mistök, þetta var náttúrulega bara hans ákvörðun og ég reyndi að hvetja hann til að vera áfram. En eins og tímabilið var árið áður, 2020, þá litu hlutirnir ekkert voðalega vel út þó að við vissum alveg að við værum gott lið. Úrslitin voru ekki að falla með okkur og ég reyndi að fá hann til að vera áfram en hann var bara búinn að ákveða sig. Núna erum við komnir með hann aftur og það er gott að fá hann aftur heim," sagði Kári.

Kári talaði einnig í viðtalinu um heppni varðandi bönn og meiðsli á síðasta tímabili. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var spurður hvort hann hefði verið ósáttur við Davíð að hafa farið síðasta vetur.

„Nei, alls ekki. Það er mjög gott á milli okkar. Við óskuðum honum alls hins besta. Núna kom upp óvænt tækifæri til að fá hann til baka og við erum alveg á því að ef að Víkingur er á lausu og hann A: getur eitthvað og B: er „fit" - þá eigum við að gera hvað sem í valdi okkar stendur til að fá svoleiðis leikmenn til baka. Sem betur fer hafði Breiðablik skilning á því, Davíð vildi koma og því var þetta fullkomlega sett upp," sagði Arnar.
Davíð bað um að fara: Heima er best
„Bestu bakverðirnir í deildinni ásamt Birki félaga mínum"
Arnar Gunnlaugs: Þurfum bara að fara yfir Chelsea, City og Liverpool
Athugasemdir
banner