Fannar Daði Malmquist Gíslason og Þórsarar urðu fyrir áfalli á dögunum þegar kantmaðurinn sleit krossband á æfingu liðsins.
Fannar verður ekkert með Þórsurum á næsta tímabili en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Fannar slítur krossband. Hann var frá allt tímabilið 2022 eftir að hafa slitið krossband í hné snemma á tímabilinu.
Fannar verður ekkert með Þórsurum á næsta tímabili en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Fannar slítur krossband. Hann var frá allt tímabilið 2022 eftir að hafa slitið krossband í hné snemma á tímabilinu.
Fannar er 28 ára og var talsvert frá vegna meiðsla á nýliðnu tímabili. Hann spilaði sjö deidlarleiki og tvo bikarleiki á tímabilinu.
Þórsarar stóðu ekki undir væntingum á tímabilinu en í þeim niu leikjum sem Fannar spilaði á tímabilinu unnu Þórsarar sex, tveir enduðu með jafntefli og einungis einn tapaðist.
Hann er uppalinn hjá Þór en hefur einnig leikið með Magna og Dalvík/Reyni á sínum ferli.
Athugasemdir