Manchester United lagði Everton af velli í úrvalsdeildinni um helgina. Joshua Zirkzee skoraði tvö af fjórum mörkum liðsins en hann hafði ekki skorað síðan í fyrstu umferð.
Zirkzee gekk til liðs við Man Utd frá Bologna í sumar en hann skoraði strax í sínum fyrsta leik gegn Fulham.
„Erfiðir tímar búa til sterka einstaklinga. Mér finnst það vera gerast núna," sagði Zirkzee en liðið hefur unnið síðustu tvo leiki sína undir stjórn Ruben Amorim.
„Því lengri tíma sem það tekur að skora aftur verður það meira pirrandi. Ég er með frábæra liðsfélaga sem halda mér gangandi. Þeir hafa hjálað mér mikið og þeir voru ánægðir fyrir mína hönd í dag," sagði Zirkzee eftir sigurinn á Everton.
Athugasemdir