Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 03. janúar 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal hugsar um Ake, Rugani og Upamecano
Arteta gæti fengið inn miðvörð.
Arteta gæti fengið inn miðvörð.
Mynd: Getty Images
Calum Chambers, varnarmaður Arsenal, verður frá keppni í allt að níu mánuði vegna meiðsla á hné. Chambers meiddist í 2-1 tapinu gegn Chelsea um síðustu helgi og fór í aðgerð í gær.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, viðurkenndi að meiðslin gætu orðið til þess að hann kaupi nýjan miðvörð til Arsenal í þessum mánuði en félagaskiptaglugginn opnaði á nýjan leik á nýársdag og verður opinn út mánuðinn.

Matt Law hjá Telegraph skrifar um það að Arteta hafi þurft að breyta plönum sínum fyrir janúargluggann út af meiðslum Chambers.

Arteta hafði sett það í forgang að fá nýjan miðjumann og var Adrien Rabiot, miðjumaður Juventus, efstur á óskalistanum.

Núna er Spánverjinn að hugsa um að fá varnarmann út af meiðslum Chambers. Dayot Upamecano (RB Leipzig), Nathan Ake (Bournemouth) og Daniele Rugani (Juventus) eru leikmenn sem Arsenal er að hugsa um. Þetta skrifar Law.

Arsenal vann Manchester United í deildinni á nýárskvöld og var það fyrsti sigur Arteta sem stjóra liðsins. Næsti leikur gegn Leeds í FA-bikarnum á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner