Manchester United mætir Bournemouth klukkan 20:00 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Erik ten Hag, stjóri Man Utd, gerir fjórar breytingar frá sigrinum á Wolves.
Enski varnarmaðurinn Harry Maguire er í byrjunarliði United en hann kemur inn fyrir Raphael Varane. Victor Lindelöf er við hlið Maguire í vörninni.
Donny van den Beek er þá á miðjunni og þá snýr Marcus Rashford aftur í byrjunarliðið eftir að hafa byrjað á bekknum í síðasta leik eftir að hann svaf yfir sig.
Nokkrir leikmenn sem eru að fá tækifæri til að sanna sig í kvöld og verður fróðlegt að sjá hvort þeir standast prófið.
Lisandro Martínez, Diogo Dalot, Varane, Tyrell Malcia og Alejandro Garnacho eru meðal þeirra sem byrja á bekknum.
Man Utd: de Gea, Wan-Bissaka, Shaw, Maguire(c), Lindelöf, Bruno Fernandes, Eriksen, Rashford, van de Beek, Casemiro, Martial
Bournemouth: Travers, Mepham, Senesi, Smith, Kelly(c), Anthony, Billing, Lerma, Cook, Solanke, Christie
Athugasemdir