Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
banner
   lau 03. janúar 2026 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Edwards: Nóg að gera í janúar
Mynd: EPA
Rob Edwards þjálfari Wolves segir að félagið þurfi að leggja hart að sér á leikmannamarkaðinum í janúar til að reyna að bæta stöðu liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Úlfarnir eru að eiga sögulega lélegt tímabil þar sem þeir eiga aðeins 3 stig eftir fyrri hlutann, eitthvað sem hefur aldrei verið afrekað áður í efstu deild á Englandi. Þeir náðu í þriðja stig deildartímabilsins gegn Manchester United á Old Trafford í miðri viku.

Úlfarnir eru enn án sigurs í deildinni og 15 stigum frá öruggu sæti. Þeir þurfa á nýjum leikmönnum og kraftaverki að halda til að forðast fall.

„Við erum að vinna hörðum höndum að því að finna leikmenn sem geta bætt hópinn okkar. Leikmenn munu koma og leikmenn munu fara, það verður nóg að gera hjá þeim sem starfa bakvið tjöldin í þessum mánuði," segir Edwards.

Norski framherjinn Jörgen Strand Larsen hefur verið sterklega orðaður við félagaskipti frá Wolverhampton. West Ham er sterklega orðað við hann en Crystal Palace, Everton og Nottingham Forest eru meðal félaga sem hafa einnig verið nefnd til sögunnar.

„Hann er með frábært hugarfar og leggur mikið á sig á æfingum og í leikjum. Ég hef engar áhyggjur af því að þessir orðrómar hafi neikvæð áhrif á hann."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 23 8 9 6 23 25 -2 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 23 5 5 13 26 44 -18 20
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner