Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   fös 03. febrúar 2023 09:22
Elvar Geir Magnússon
Arsenal staðfestir nýjan samning við Martinelli
Arteta, Martinelli og íþróttastjórinn Edu.
Arteta, Martinelli og íþróttastjórinn Edu.
Mynd: Arsenal
Arsenal hefur staðfest nýjan samning við brasilíska sóknarleikmanninn Gabriel Martinelli. Þessi 21 árs leikmaður er nú samningsbundinn til 2027 en hann er á sínu fjórða tímabili hjá félaginu.

Hann er í stóru hlutverki hjá Mikel Arteta og var í brasilíska landsliðinu á HM í Katar. Hann hefur skorað sjö mörk í 27 leikjum í öllum keppnum fyrir Arsenal á þessu tímabili.

„Við erum í skýjunum með að Gabi hafi skrifað undir nýjan langtímasamning," segir Mikel Arteta, stjóri Arsenal.

„Stuðningsmenn okkar sjá gæðin í honum og kraftinn sem hann gefur í hvert sinn sem hann klæðist treyjunni. Hann er eins á hverjum degi á æfingasvæðinu. Gabi er enn mjög ungur svo við vitum að það mun mikið meira koma frá honum. Við erum á þessu ferðalagi saman."

Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en liðið mætir Everton í hádeginu á morgun.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner