Spænski miðjumaðurinn Marco Asensio er kominn til Aston Villa á láni frá Paris Saint-Germain út tímabilið.
Aston Villa mun greiða laun Asensio en ekkert kaupákvæði er í samningnum.
Asensio er 29 ára gamall og getur spilað sem sóknarsinnaður miðjumaður og á vængnum.
Hann vann Meistaradeildina þrisvar sinnum með Real Madrid á níu árum sínum hjá félaginu en hann hefur síðustu tvö ár spilað með PSG í Frakklandi.
Þetta er annar öflugi leikmaðurinn sem Aston Villa fær síðasta sólarhringinn á eftir Marcus Rashford sem kom á láni frá Manchester United.
Welcome to Aston Villa, Marco! pic.twitter.com/l0eo04CUs0
— Aston Villa (@AVFCOfficial) February 3, 2025
Athugasemdir