Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 09:36
Elvar Geir Magnússon
Petar Sucic til Inter í sumar (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Petar Sucic, miðjumaður Dinamo Zagreb, hefur staðfest að hann muni verða leikmaður ítalska stórliðsins Inter næsta sumar.

Talað er um að Inter kaupi Sucic á 14 milljónir punda og kaupverðið gæti hækkað um 2,5 milljónir punda í viðbót eftir ákvæðum.

Sucic er varnartengiliður og verður áfram hjá Dinamo Zagreb á lánssamningi út tímabilið en verður svo í eldlínunni með Inter tímabilið 2025-26.

Sucic er með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í sautján leikjum á þessu tímabili.

Inter hafði þegar fengið pólska landsliðsmanninn Nicola Zalewski lánaðan frá Roma núna í janúarglugganum. Hann lagði upp jöfnunarmark Stefan de Vrij í 1-1 jafnteflinu gegn AC Milan í gær.

Þá hefur Inter lánað Tajon Buchanan til Villarreal og Tomas Palacios til Monza í þessum mánuði.

Gluggadagurinn er í fullum gangi. Glugganum verður lokað á Englandi klukkan 23:00 og á sama tíma á Spáni og Ítalíu. Í Þýskalandi verður lokað klukkan 17 og í Frakklandi klukkan 22.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 23 17 3 3 38 16 +22 54
2 Inter 22 15 6 1 56 19 +37 51
3 Atalanta 23 14 5 4 49 26 +23 47
4 Juventus 23 9 13 1 39 20 +19 40
5 Fiorentina 22 11 6 5 37 23 +14 39
6 Lazio 22 12 3 7 38 30 +8 39
7 Bologna 22 9 10 3 35 27 +8 37
8 Milan 22 9 8 5 33 24 +9 35
9 Roma 23 8 7 8 34 29 +5 31
10 Udinese 23 8 5 10 28 36 -8 29
11 Torino 23 6 9 8 24 27 -3 27
12 Genoa 23 6 8 9 21 32 -11 26
13 Verona 23 7 2 14 26 48 -22 23
14 Lecce 23 6 5 12 18 41 -23 23
15 Como 23 5 7 11 27 38 -11 22
16 Empoli 23 4 9 10 22 33 -11 21
17 Cagliari 22 5 6 11 23 36 -13 21
18 Parma 23 4 8 11 29 42 -13 20
19 Venezia 23 3 7 13 22 38 -16 16
20 Monza 23 2 7 14 20 34 -14 13
Athugasemdir
banner
banner