Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þetta treyjunúmer fær Rashford - Spilar líklega ekki aftur fyrir Man Utd
Rashford hér til vinstri.
Rashford hér til vinstri.
Mynd: Aston Villa
Marcus Rashford er kominn með treyjunúmer hjá Aston Villa en hann verður númer 9 hjá félaginu.

Jhon Duran hefur leikið með það númer á bakinu hjá Villa undanfarin misseri en hann er farinn til Al-Nassr í Sádi-Arabíu.

Rashford fær því númerið en hann var númer 10 hjá Man Utd.

Rashford gekk í raðir Aston VIlla á láni í gær og klárar hann tímabilið þar. Villa mun svo eiga möguleika á því að kaupa hann fyrir 40 milljónir punda í sumar.

Spilar líklega ekki aftur fyrir Man Utd
Það hefur gengið afar illa hjá Rashford á tímabilinu og hefur hann ekki komist í hóp hjá Rúben Amorim, stjóra liðsins, upp á síðkastið. Amorim gagnrýndi Rashford fyrir að æfa ekki nægilega vel.

Samkvæmt Guardian er ólíklegt að Rashford muni spila aftur fyrir Man Utd, jafnvel þó svo að þetta lán gangi ekki upp og líka þó að Amorim missi starf sitt. Samband Rashford og Man Utd er svo gott sem eyðilagt.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner