Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndirnar af Rashford við undirskrift vekja athygli
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford var í gær tilkynntur hjá Aston Villa. Hann kemur til félagsins á láni frá Manchester United.

Rashford lenti upp á kant við Ruben Amorim stjóra Man Utd og fékk leyfi til að yfirgefa félagið en Amorim taldi að hann væri ekki að standa sig nægilega vel á æfingum til að eiga skilið að spila.

Villa borgar stóran hluta af launum Rashford og getur svo keypt hann á 40 milljónir punda í sumar.

Rashford var kynntur hjá Villa í gær en Daily Mail segir frá því að leikmaðurinn hafi vakið upp áhyggjur stuðningsmanna með útliti sínu þegar hann var kynntur í gær. Hann var órakaður og með úfið hár.

Áður en hann var lánaður, þá voru fréttir um að Man Utd hefði áhyggjur af lífsstíl hans.

Mail vekur athygli á umræðu á samfélagsmiðlum um Rashford þar sem fólk er að tala um útlit hans á myndum sem Villa birtir. „Lítur illa út, en ég vona að honum gangi vel," skrifar einn. „Hann vill ekki vera þarna," skrifar annar.

Vilhjálmur Hallsson, sem stjórnar hlaðvarpinu Steve Dagskrá og er stuðningsmaður Villa, skrifar á samfélagsmiðilinn X: „Hélt ég yrði glaðari, maðurinn lítur út fyrir að vera þunnur."

Rashford fann sig ekki hjá Manchester United í langan tíma og virðist allt hafa verið reynt til að koma honum í gang. Núna hefst nýr kafli á ferli hans og undir honum komið að gera betur því hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner