Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. mars 2023 21:54
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Níu mörk í Grafarvogi - Annar sigur Njarðvíkur
Oumar Diouck skoraði tvö fyrir Njarðvík
Oumar Diouck skoraði tvö fyrir Njarðvík
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sindri Þór Guðmundsson skoraði í sigri Keflvíkinga
Sindri Þór Guðmundsson skoraði í sigri Keflvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Suðurnesjaliðin, Keflavík og Njarðvík, unnu bæði í A-deild Lengjubikarsins í kvöld.

Fjölnir 4 - 5 Keflavík
1-0 Bjarni Gunnarsson ('3 )
1-1 Jordan Smylie ('19 , Mark úr víti)
1-2 Sindri Þór Guðmundsson ('44 )
1-3 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('49 )
1-4 Jóhann Þór Arnarsson ('54 )
1-5 Sami Kamel ('65 )
2-5 Júlíus Mar Júlíusson ('76 )
3-5 Árni Steinn Sigursteinsson ('87 )
4-5 Arnar Ragnars Guðjohnsen ('90 )

Það var aldeilis fjörið er Keflavík vann Fjölni, 5-4, á Fjölnisvelli.

Bjarni Gunnarsson kom Fjölni yfir á 3. mínútu en Jordan Smylie jafnaði úr vítaspyrnu rúmum fimmtán mínútum síðar áður en Sindri Þór Guðmundsson kom boltanum í netið undir lok fyrri hálfleiks.

Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, Jóhann Þór Arnarsson og Sami Kamel bættu við þremur mörkum á sextán mínútum í síðari hálfleiknum. Fjölnismenn náðu að bíta aðeins frá sér. Júlíus Már Júlíusson skoraði á 76. mínútu og undir lok leiks skoruðu þeir Árni Steinn Sigursteinsson og Arnar Ragnar Guðjohnsen en lengra komust Fjölnismenn ekki og lokatölur 5-4 fyrir Keflavík.

Kelavík er í öðru sæti í riðli 4 með 10 stig en Fjölnir sæti neðar með 6 stig.

Byrjunarlið Fjölnis: Sigurjón Daði Harðarson (M), Reynir Haraldsson, Júlíus Már Júlíusson, Sigurvin Reynisson, Óliver Dagur Thorlacius, Bjarni Gunnarsson, Axel Freyr Harðarson, Dofri Snorrason, Hákon Ingi Jónsson, Hans Viktor Guðmundsson, Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson.

Byrjunarlið Keflavíkur: Mathias Brinch Rosenorn (M), Nacho Heras, Sindri Snær Magnússon, Jóhann Þór Arnarsson, Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, Sindri Þór Guðmundsson, Axel Ingi Jóhannesson, Sami Kamel, Ásgeir Páll Magnússon, Frans Elvarsson, Jordan Smylie.

Njarðvík 4 - 1 Afturelding
0-1 Patrekur Orri Guðjónsson ('22 )
1-1 Rafael Alexandre Romao Victor ('44 )
2-1 Oumar Diouck ('52 , Mark úr víti)
3-1 Oumar Diouck ('86 )
4-1 Rafael Alexandre Romao Victor ('90 )

Njarðvík vann þá Aftureldingu, 4-1, í Nettóhöllinni. Patrekur Orri Guðjónsson kom Aftureldingu í forystu á 22. mínútu en Rafael Victor tókst að jafna áður en fyrri hálfleiknum lauk.

Oumar Diouck skoraði úr víti fyrir Njarðvík á 52. mínútu og gerði síðan annað mark sitt fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma áður en Rafael Victor gerði út um leikinn.

Njarðvík er í 4. sæti í riðli 3 með 6 stig en Afturelding án sigurs í neðsta sætinu.

Byrjunarlið Njarðvíkur: Robert Blakala (M), Alex Bergmann Arnarsson, Sigurjón Már Markússon, Arnar Helgi Magnússon, Tómas Bjarki Jónsson, Kenneth Hogg, Oumar Diouck, Bergþór Ingi Smárason, Rafael Victor, Marc McAusland, Hreggviður Hermannsson.

Byrjunarlið Aftureldingar: Arnar Daði Jóhannesson (M), Breki Freyr Gíslason, Bjarni Páll Linnet Runólfsson, Hjörvar Sigurgeirsson, Arnór Gauti Ragnarsson, Rasmus Christiansen, Jökull Jörvar Þórhallsson, Bjartur Bjarmi Barkarson, Ásgeir Frank Ásgeirsson, Guðfinnur Þór Leósson, Patrekur Orri Guðjónsson.
Athugasemdir
banner
banner