Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 03. mars 2024 12:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Burnley og Bournemouth: Solanke klár í slaginn - Jói Berg á bekknum
Mynd: Getty Images

Byrjunarliðin í leik Burnley og Bournemouth eru komin í hús.


Jóhann Berg Guðmundsson er á varamannabekknum hjá Burnley.

Vincent Kompany gerir þrjár breytingar á sínu liði eftir 3-0 tap gegn Palace um síðustu helgi. Jacub Bruun Larsen kemur inn fyrir Jóa Berg.  Vitinho og Josh Cullen koma einnig inn í liðið.

Dominic Solanke var talinn meiddur en hann er klár í slaginn og er í byrjunarliði Bournemouth. Hann kemur inn fyrir Enes Unal sem er á bekknum en hann er tæpur á öxl.

Burnley: Trafford, Assignon, O'Shea, Esteve, Taylor, Bruun Larsen, Cullen, Berge, Vitinho, Odobert, Fofana.

Bournemouth: Neto; Smith, Zabarnyi, Senesi, Kerkez; Cook, Christie, Kluivert; Tavernier, Solanke, Semenyo


Athugasemdir
banner
banner
banner