Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 03. júní 2019 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu tæklinguna: Loftur frá út tímabilið - Hreinn slapp með gult spjald
Loftur Páll Eiríksson spilar ekki meira á þessu tímabili
Loftur Páll Eiríksson spilar ekki meira á þessu tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Loftur Páll Eiríksson, leikmaður Þórs, mun að öllum líkindum ekki spila meira á þessu tímabili eftir tæklingu sem hann varð fyrir í 2-0 sigri liðsins á Þrótti í Inkasso-deildinni í gær en myndband af tæklingunni hefur skapað mikla umræðu á Twitter.

Hreinn Ingi Örnólfsson, fyrirliði Þróttar, fór í afar háskalega tæklingu er Þórsarar voru að undirbúa hraða sókn. Loftur reyndi að ná til knattarins er Hreinn mætti á ferðinni, með sólann á undan sér og nú er útlit fyrir að Loftur missi af öllu tímabilinu og verði frá út árið.

Aron Elvar Finnsson, fréttaritari Fótbolta.net á Akureyri, birti myndskeið af tæklingunni á Twitter og hefur myndbandið vakið mikla athygli en Hreinn fékk einungis gult spjald og slapp furðulega vel.

Kristinn Friðrik Hrafnsson, dómari leiksins, virtist hafa fína sýn yfir völlinn er brotið átti sér stað og velta því margir fyrir sér hvernig Hreinn uppskar aðeins gult spjald.

„Þessi tækling hjá fyrirliða Þróttar olli því að leikmaður Þórs er frá út tímabilið og nokkra mánuði eftir það. Uppskar einungis gult spjald. Dómari leiksins með ömurlega ákvörðun þarna. Menn verða að vernda leikmenn betur en þetta," skrifar Aron við færslu sína en hægt er að sjá tæklinguna hér fyrir neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner