mið 03. júní 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Arna Eiríksdóttir (Valur)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefanía Ragnarsdóttir.
Stefanía Ragnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mist Edvarsdóttir.
Mist Edvarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dóra María Lárusdóttir.
Dóra María Lárusdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Eiríksdóttir er gengin í raðir Vals en hún hefur leikið með HK/Víkingi undanfarin sumur. Þrátt fyrir ungan aldur lék Arna sinn fyrsta mótsleik sumarið 2017. Árið 2018 lék hún tíu leiki í Pepsi-deildinni og í fyrra lék hún níu leiki.

Arna er unglingalandsliðsmaður sem hefur til þessa leikið 24 leiki og skorað þrjú mörk. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Arna Eiríksdóttir

Gælunafn: Hlín

Aldur: 17 ára

Hjúskaparstaða: lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: maí 2017

Uppáhalds drykkur: Grænt VitHit

Uppáhalds matsölustaður: Eldofninn

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl en mamma og pabbi lána mér stundum rauðan yaris

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Gossip girl og Suits

Uppáhalds tónlistarmaður: Louis Tomlinson

Fyndnasti Íslendingurinn: Þríeykið Bryndís, Olla og Cessa

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Alla ísana, 50/50 bláber og jarðaber, lúxusdýfu og svo eitthvað óvænt súkkulaði

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Bókin The hunger games er í vanskilum síðan 04/05/2020. Vinsamlegast skilið strax. Opið kl.10-16, Kv. Bókasafn Versló

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Er ekkert sérstaklega spennt fyrir öðru liðinu í Kópavogi

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Hlín

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Anna Kristín Gunnlaugsdóttir, var með 7. flokk Víkings í mest brutal útihlaupum sem þekkjast á síðari árum

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Stefanía Ragnarsdóttir, maður getur alveg gleymt því að ætla að fara að dekka hana

Sætasti sigurinn: Sigur á Hollandi eftir vító með u16

Mestu vonbrigðin: 2-1 tap á móti Breiðabliki í fyrra, þær skoruðu á 95. mínútu

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Brynhildur Vala

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Fanney Birkisdóttir og Bryndís Eiríksdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Guðmundur Steinn, aka Rúrik look-alike

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Thelma Lóa

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ásdís Karen

Uppáhalds staður á Íslandi: Víkin á sólríkum sumardegi

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Vorum að keppa á móti FH í svona fjórða flokki og Jack var orðið helvíti heitt í hamsi. Hún ákvað að slá helvíti hressilega til einnar í FH liðinu sem leiddi til rifrilda á milli liðana. Þórhildur Þórhalls sem var þá nýkomin inn á, var að spila held ég tveimur árum upp fyrir sig og örugglega að minnsta kosti 20 cm minni en næsti maður á vellinum, öskraði yfir allan völlinn „þetta er allt í lagi, dómarinn sá þetta ekki’’.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Skoða tiktok

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist með gönguskíðum og frjálsum

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: nike phantom

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var alveg arfa slök í myndmennt

Vandræðalegasta augnablik: Var einu sinni að halda á lofti á milli með vinkonu minni í textíltíma og svoleiðis dúndraði boltanum í andlitið á kennaranum

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Mist því hún er fáránlega fyndin. Dóru því þær Mist eru package deal. Svo að lokum tek ég Helenu Sverris úr körfunni því hún getur gert margt upp á eigin spýtur.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef aldrei fengið blóðnasir

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Jana Sól Valdimarsdóttir. Bjóst við snobbaðri pabbastelpu en svo er hún bara alveg eðal eintak

Hverju laugstu síðast: Sagði mömmu að ég hafi gleymt að taka ógeðslega bollasúpu sem hún keypti með í vinnuna

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Uppspil daginn fyrir leik þegar maður er á bekknum

Ef þú fengir eina spurning til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Harry Styles, is Larry real?

Þú getur keypt Örnu í Draumaliðsdeild 50 Skills - Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner