Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   mán 03. júní 2024 00:00
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ísak Snær: Ég hef verið í basli í byrjun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel. Mjög góð frammistaða og góður varnarleikur. Hefði getað verið betri sóknarleikurinn en maður er sáttur með stiginn." Segir Ísak Snær Þorvaldsson eftir 2-0 sigur Breiðabliks á HK.

Lestu um leikinn: HK 0 -  2 Breiðablik

Ísak Snær var bæði með mark og stoðsendingu í dag og stóð sig heilt yfir með prýði í dag en það hefur verið stígandi í hans frammistöðu upp á síðkastið.

„Ég hef verið í basli í byrjun og hef bara verið að komast í gang. Ég er mjög sáttur með mína frammistöðu og liðsins og það er mjög sætt að ná sigrinum"

Breiðablik hefur oft verið í erfiðleikum að spila við HK en það var ekki uppi á teningnum í dag og var sigurinn í raun ekki í neinni hættu.

„Hugarfarið var það að við spilum vel í Víkingsleiknum og planið var að koma með sama hugarfar inn í þennan leik og það gekk í dag. Við vorum grimmir og flottir og það skilaði sér.

Ísak kom aftur í Breiðablik fyrir tímabilið og segist fýla sig vel.

„Það er alltaf sætt að koma heim og er bara mjög ánægður. Ég hef ekki verið þannig séð sáttur við mína frammistöðu. Ég hef verið stígandi og er að koma mér í form. Ég byrjaði bara að æfa fótbolta þegar ég mætti hingað fyrir leikinn gegn Vestra. Ég er að komast hægt og rólega inn í þetta. Við viljum vera á toppnum alltaf en að vera þremur stigum á eftir þessu Víkingsliði er gott og sterkt."
Athugasemdir
banner