„Mér líður mjög vel. Mjög góð frammistaða og góður varnarleikur. Hefði getað verið betri sóknarleikurinn en maður er sáttur með stiginn." Segir Ísak Snær Þorvaldsson eftir 2-0 sigur Breiðabliks á HK.
Lestu um leikinn: HK 0 - 2 Breiðablik
Ísak Snær var bæði með mark og stoðsendingu í dag og stóð sig heilt yfir með prýði í dag en það hefur verið stígandi í hans frammistöðu upp á síðkastið.
„Ég hef verið í basli í byrjun og hef bara verið að komast í gang. Ég er mjög sáttur með mína frammistöðu og liðsins og það er mjög sætt að ná sigrinum"
Breiðablik hefur oft verið í erfiðleikum að spila við HK en það var ekki uppi á teningnum í dag og var sigurinn í raun ekki í neinni hættu.
„Hugarfarið var það að við spilum vel í Víkingsleiknum og planið var að koma með sama hugarfar inn í þennan leik og það gekk í dag. Við vorum grimmir og flottir og það skilaði sér.
Ísak kom aftur í Breiðablik fyrir tímabilið og segist fýla sig vel.
„Það er alltaf sætt að koma heim og er bara mjög ánægður. Ég hef ekki verið þannig séð sáttur við mína frammistöðu. Ég hef verið stígandi og er að koma mér í form. Ég byrjaði bara að æfa fótbolta þegar ég mætti hingað fyrir leikinn gegn Vestra. Ég er að komast hægt og rólega inn í þetta. Við viljum vera á toppnum alltaf en að vera þremur stigum á eftir þessu Víkingsliði er gott og sterkt."
Athugasemdir