West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
   mán 03. júní 2024 00:00
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ísak Snær: Ég hef verið í basli í byrjun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel. Mjög góð frammistaða og góður varnarleikur. Hefði getað verið betri sóknarleikurinn en maður er sáttur með stiginn." Segir Ísak Snær Þorvaldsson eftir 2-0 sigur Breiðabliks á HK.

Lestu um leikinn: HK 0 -  2 Breiðablik

Ísak Snær var bæði með mark og stoðsendingu í dag og stóð sig heilt yfir með prýði í dag en það hefur verið stígandi í hans frammistöðu upp á síðkastið.

„Ég hef verið í basli í byrjun og hef bara verið að komast í gang. Ég er mjög sáttur með mína frammistöðu og liðsins og það er mjög sætt að ná sigrinum"

Breiðablik hefur oft verið í erfiðleikum að spila við HK en það var ekki uppi á teningnum í dag og var sigurinn í raun ekki í neinni hættu.

„Hugarfarið var það að við spilum vel í Víkingsleiknum og planið var að koma með sama hugarfar inn í þennan leik og það gekk í dag. Við vorum grimmir og flottir og það skilaði sér.

Ísak kom aftur í Breiðablik fyrir tímabilið og segist fýla sig vel.

„Það er alltaf sætt að koma heim og er bara mjög ánægður. Ég hef ekki verið þannig séð sáttur við mína frammistöðu. Ég hef verið stígandi og er að koma mér í form. Ég byrjaði bara að æfa fótbolta þegar ég mætti hingað fyrir leikinn gegn Vestra. Ég er að komast hægt og rólega inn í þetta. Við viljum vera á toppnum alltaf en að vera þremur stigum á eftir þessu Víkingsliði er gott og sterkt."
Athugasemdir