Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 03. júlí 2020 21:47
Sverrir Örn Einarsson
Sævar Atli: Rosalega sterkt fyrir okkur
Lengjudeildin
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis R.
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis.R var að vonum kampakátur þegar hann mætti í viðtal eftir góðan útisigur Leiknis á Keflavík fyrr í kvöld. Leiknir sem með sigrinum fór uppfyrir Keflavík í töflunni vann þar sanngjarnan sigur og sendi ákveðin skilaboð að þeir ætli sér að vera með í toppbaráttunni í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Leiknir R.

„Mér líður stórkostlega. Að lenda undir og vinna svo er alltaf extra sætt og á móti svona góðu liði eins og Keflavík að koma til baka er svo rosalega sterkt fyrir okkur svo ég er rosalega stoltur af liðinu hér í dag.“

Leiknismenn sýndu allt annan leik en gegn Vestra á dögunum og virtust hreinlega vilja þetta meira en Keflavíkingar í dag. Eftir dapran leik á móti Vestra er væntanlega gott að fá svona leik?

„Já leikurinn á móti Vestra var virkilega lélegur af okkar hálfu. Við létum þá komast í taugarnar á okkur.“ Sagði Sævar og bætti svo við. „Við undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik, vissum að við værum að fara spila á móti góðu fótboltaliði. Vissum að við myndum þurfa að hlaupa og berjast og þegar við erum á okkar degi og spilum okkar bolta á eiginlega engin séns í okkur.“

Sævar lagði boltann fyrir Daníel Finns þegar sá síðarnefndi skoraði sigurmark leiksins með glæsilegu skoti, Um markið og aðdraganda þess sagði Sævar.

„Við teiknuðum þetta upp á æfingasvæðinu í gær að Guy myndi negla honum upp á Griði, Girðir flikka honum á ,mig og ég myndi leggja hann fyrir Danna sem ætti að koma í seinna hlaupið og þegar ég sé Danna í svona skotfæri þá veit ég að hann endar alltaf inni.“

Sagði Sævar Atli en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner