Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 03. júlí 2020 21:47
Sverrir Örn Einarsson
Sævar Atli: Rosalega sterkt fyrir okkur
Lengjudeildin
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis R.
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis.R var að vonum kampakátur þegar hann mætti í viðtal eftir góðan útisigur Leiknis á Keflavík fyrr í kvöld. Leiknir sem með sigrinum fór uppfyrir Keflavík í töflunni vann þar sanngjarnan sigur og sendi ákveðin skilaboð að þeir ætli sér að vera með í toppbaráttunni í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Leiknir R.

„Mér líður stórkostlega. Að lenda undir og vinna svo er alltaf extra sætt og á móti svona góðu liði eins og Keflavík að koma til baka er svo rosalega sterkt fyrir okkur svo ég er rosalega stoltur af liðinu hér í dag.“

Leiknismenn sýndu allt annan leik en gegn Vestra á dögunum og virtust hreinlega vilja þetta meira en Keflavíkingar í dag. Eftir dapran leik á móti Vestra er væntanlega gott að fá svona leik?

„Já leikurinn á móti Vestra var virkilega lélegur af okkar hálfu. Við létum þá komast í taugarnar á okkur.“ Sagði Sævar og bætti svo við. „Við undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik, vissum að við værum að fara spila á móti góðu fótboltaliði. Vissum að við myndum þurfa að hlaupa og berjast og þegar við erum á okkar degi og spilum okkar bolta á eiginlega engin séns í okkur.“

Sævar lagði boltann fyrir Daníel Finns þegar sá síðarnefndi skoraði sigurmark leiksins með glæsilegu skoti, Um markið og aðdraganda þess sagði Sævar.

„Við teiknuðum þetta upp á æfingasvæðinu í gær að Guy myndi negla honum upp á Griði, Girðir flikka honum á ,mig og ég myndi leggja hann fyrir Danna sem ætti að koma í seinna hlaupið og þegar ég sé Danna í svona skotfæri þá veit ég að hann endar alltaf inni.“

Sagði Sævar Atli en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner