Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 03. júlí 2020 21:47
Sverrir Örn Einarsson
Sævar Atli: Rosalega sterkt fyrir okkur
Lengjudeildin
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis R.
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis.R var að vonum kampakátur þegar hann mætti í viðtal eftir góðan útisigur Leiknis á Keflavík fyrr í kvöld. Leiknir sem með sigrinum fór uppfyrir Keflavík í töflunni vann þar sanngjarnan sigur og sendi ákveðin skilaboð að þeir ætli sér að vera með í toppbaráttunni í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Leiknir R.

„Mér líður stórkostlega. Að lenda undir og vinna svo er alltaf extra sætt og á móti svona góðu liði eins og Keflavík að koma til baka er svo rosalega sterkt fyrir okkur svo ég er rosalega stoltur af liðinu hér í dag.“

Leiknismenn sýndu allt annan leik en gegn Vestra á dögunum og virtust hreinlega vilja þetta meira en Keflavíkingar í dag. Eftir dapran leik á móti Vestra er væntanlega gott að fá svona leik?

„Já leikurinn á móti Vestra var virkilega lélegur af okkar hálfu. Við létum þá komast í taugarnar á okkur.“ Sagði Sævar og bætti svo við. „Við undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik, vissum að við værum að fara spila á móti góðu fótboltaliði. Vissum að við myndum þurfa að hlaupa og berjast og þegar við erum á okkar degi og spilum okkar bolta á eiginlega engin séns í okkur.“

Sævar lagði boltann fyrir Daníel Finns þegar sá síðarnefndi skoraði sigurmark leiksins með glæsilegu skoti, Um markið og aðdraganda þess sagði Sævar.

„Við teiknuðum þetta upp á æfingasvæðinu í gær að Guy myndi negla honum upp á Griði, Girðir flikka honum á ,mig og ég myndi leggja hann fyrir Danna sem ætti að koma í seinna hlaupið og þegar ég sé Danna í svona skotfæri þá veit ég að hann endar alltaf inni.“

Sagði Sævar Atli en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner