Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 03. júlí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vængir sóttu fjóra leikmenn á gluggadegi (Staðfest)
Búi Vilhjálmur Guðmundsson, þjálfari Hauka.
Búi Vilhjálmur Guðmundsson, þjálfari Hauka.
Mynd: Hulda Margrét
Vængir Júpiters voru virkir á lokadegi félagaskiptagluggans í vikunni og sóttu fjóra leikmenn.

Patrekur Hafliði Búason, sem er fæddur 1999, kemur frá Magna en Patrekur hefur einnig leikið með KA og KF. Patrekur spilaði einn leik í Pepsi-deild karla árið 2018.

Aron Fannar Hreinsson og Dagur Ingi Axelsson, báðir fæddir 2002, koma frá Fjölni.

Þá kemur Aðalsteinn Hilmarsson, fæddur 1999, frá Augnabliki en Aðalsteinn spilaði með KH í 3. deildinni 2018 og 2019.

„Vængir Júpiters eru að standa í kynslóðarskiptum og erum
við hæstánægðir með að fá þessa leikmenn til okkar í þessa
góðu liðsheild sem ríkir hjá okkur,"
segir í tilkynningu frá Vængjum.

Vængir eru á botni 3. deildarinnar eftir tvo leiki, án stiga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner