Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 03. júlí 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Verið súrsætt í Bayern - Munar öllu að hafa íslensku trúðana
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tekur hornspyrnu í æfingaleik á móti Póllandi.
Tekur hornspyrnu í æfingaleik á móti Póllandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er búin að leika með Bayern München í Þýskalandi frá því í janúar 2021.

Hún var að klára sitt annað tímabil með þýska stórveldinu. Karólína hefur ekki spilað sérstaklega stórt hlutverk en segist samt hafa lært mikið.

„Tíminn þarna er búinn að vera svolítið súrsætur. Ég hef lært rosalega mikið, en svo koma þvílíkt erfiðir tímar inn á milli; upp og niður mikið. Ég veit fyrir víst að ég er búin að styrkjast mikið á að vera þarna. Ég hef eignast frábærar vinkonur.”

Það er að koma nýr þjálfari og þá gætu dyrnar opnast. „Það er að koma öðruvísi þjálfari en hefur verið. Hann er ekki Þjóðverji. Þetta verður aðeins öðruvísi stemning. Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum.”

„Ég er ekkert búin að tala við þennan nýja þjálfara. Núna er einbeitingin bara á EM. Hann sendi okkur smá kveðju þegar hann var ráðinn en ekkert meira en það.”

„Ég hugsa að ég verði áfram hjá Bayern, ég er með stór markmið og ætla mér að vera í góðu standi. Ég ætla að klára EM með stæl og sjá hvað skeður.”

Fer ein til Bayern en svo hafa Íslendingar bæst við
Karólína fer frá Breiðabliki til Bayern og fer ein út, en núna eru með henni tveir aðrir Íslendingar - Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir.

„Það munar öllu. Þetta var mjög erfitt fyrst, ég skal alveg segja það. Svo kemur Gló og tekur mig alveg inn. Við Cessa erum líka alltaf saman, við búum mjög nálægt hvort annarri. Það er æðislegt að hafa þær hjá mér. Þær eru líka frábærar íþróttakonur.”

Það er umtalað að Cecilía sé mjög fyndin. Sýnir hún það líka hjá Bayern. „Já, það elska hana allir. Og líka Gló. Þær eru trúðar. Við Íslendingarnir erum öðruvísi en Þjóðverjarnir. Það er haldið upp á okkur hjá Bayern. Íslendingarnir eru mikið léttari, ekki bara aðeins. Við erum allt öðruvísi karakterar. Það er skemmtilegt að komast inn í annan kúltúr.”

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Karólína: Get verið í marki ef Steini setur mig þangað
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner