Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 03. ágúst 2021 08:50
Elvar Geir Magnússon
Man City 40 milljónum punda frá verðmiða Kane
Powerade
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: EPA
Aaron Ramsey til Newcastle?
Aaron Ramsey til Newcastle?
Mynd: Getty Images
Aston Villa vill fá Ward-Prowse.
Aston Villa vill fá Ward-Prowse.
Mynd: EPA
Conor Coady til Tottenham?
Conor Coady til Tottenham?
Mynd: Getty Images
Mánudagsslúðrið er komið úr prentun. Kane, Haaland, Lukaku, Trippier, Messi, Ramsey, Asensio, Ward-Prowse og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.

Manchester City er 40 milljónum punda frá 160 milljóna punda verðmiða Tottenham á enska sóknarmanninum Harry Kane (27). (Star)

Chelsea hefur ekki gefið upp von um að kaupa belgíska sóknarmanninn Romelu Lukaku (28) aftur til félagsins frá Ítalíumeisturum Inter. (Athletic)

Barcelona mun á næstu dögum tilkynna formlega um nýjan fimm ára samning við Lionel Messi (34). (Sport)

Newcastle United hefur sent fyrirspurn til Juventus varðandi velska miðjumanninn Aaron Ramsey (30), fyrrum leikmann Arsenal. (Goal)

Manchester United hefur tólf mánuði til að sannfæra norska sóknarmanninn Erling Haaland (21) um að United sé rétta félagið fyrir hann. Chelsea og fjöldi annarra félaga hafa áhuga á þessum sóknarmanni Dortmund en á næsta ári verður hægt að virkja 75 milljóna punda riftunarákvæði í samningi hans. (Manchester Evening News)

Aston Villa hefur gert annað tilboð í enska miðjumanninn James Ward-Prowse (26) en fyrsta tilboði, upp á 25 milljónir punda, var hafnað. (Mail)

Leicester City, Leeds United og Everton vilja fá vængmanninn Marco Asensio (25) frá Real Madrid. (Fichajes)

Atletico Madrid býr sig undir mögulega sölu Kieran Trippier (30) til Manchester United með því að undirbúa Alessandro Florenzi (30) hjá Roma sem mögulegan arftaka. (AS)

Sheffield United er í viðræðum um möguleg kaup á Ronaldo Vieira (23), fyrrum U21-landsliðsmanni Englands, frá Sampdoria. (Mail)

Chelsea þarf að selja miðvörð áður en félagið getur keypt Jules Kounde (22), varnarmann Sevilla. (Express)

Áhugi Liverpool á Nicolo Barella (24), miðjumanni Inter, er ekki eins mikill og talað hefur verið um. (Liverpool Echo)

Liverpool ætlar að beina athygli sinni að miðjumanninum argentínska Guido Rodriguez (27) hjá Real Betis. Horft er á hann sem arftaka Georginio Wijnaldum. (Sport Witness)

Newcastle United hyggst reyna að kaupa franska miðjumanninn Boubacar Kamara (21) frá Marseille fyrir um 10 milljónir punda. (Mail)

Jose Mourinho, stjóri Roma, vill fá danska miðjumanninn Thomas Delaney (29) frá Borussia Dortmund eftir að hafa mistekist að fá svissneska landsliðsmanninn Granit Xhaka (28) frá Arsenal. (Sun)

Tottenham er í viðræðum við Wolves um möguleg kaup á Conor Coady (28). Nuno Espirito Santo vill vinna áfram með enska varnarmanninum. (Football Insider)

Simone Inzaghi, stjóri Inter, vill halda áfram að reyna að fá spænska vinstri bakvörðinn Marcos Alonso frá Chelsea. (Calciomercato)

Arsenal og Everton hafa verið orðuð við bandaríska sóknarmanninn Matthew Hoppe (20) hjá Schalke. (Star)

Argentínski markvörðurinn Willy Caballero (39) hefur verið orðaður við endurkomu til spænska liðsins Malaga eftir að hafa yfirgefið Chelsea í sumar. (Marca)

Norwich City er í viðræðum við Bournemouth um möguleg kaup á danska miðjumanninum Philip Billing (25). (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner