Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   lau 03. ágúst 2024 22:00
Sölvi Haraldsson
Bruno Guimaraes rífur þögnina um framtíð hans hjá félaginu
‚Heiður að vera fyrirliði þessa liðs.‘
‚Heiður að vera fyrirliði þessa liðs.‘
Mynd: Getty Images

Bruno Guimaraes hefur verið frábær þjónn fyrir Newcastle United eftir að hann skrifaði undir fyrir félagið.

Brasilíski miðjumaðurinn hefur verið hressilega orðaður við mörg stórlið í sumar. Hann reif þögnina hins vegar um framtíð hans sem var komin í óvissu á tímapunkti.


Ég er gífurlega spenntur að byrja tímabilið fyrir félagið sem hefur gert svo mikið fyrir mig síðan ég kom hingað fyrst. Ég er glaður að vera kominn til baka og er staðráðinn í að eiga gott tímabil með Newcastle í vetur.‘ skrifaði Guimaraes á samfélgasmiðlum sínum eftir 2-0 tap Newcastle í nótt gegn Yokohama F. Marinos í æfingarleik.

Bruno var með fyrirliðabandið gegn Yokohama F. Marinos.

Annar draumur hefur ræst hjá mér! Að vera fyrirliða þessa liðs er heiður og þýðir allt fyrir mig. Ég hef alltaf dreymt um það en aldrei ímyndað mér það. Við erum í þessu saman og ég mun halda áfram að berjast fyrir merkið á búningnum.‘ skrifaði Bruno Guimaraes.

Newcastle er í veseni að fylgja FFP reglunum þar sem þeir þurfa núna að selja leikmenn fyrir ákveðna upphæð til að fylgja reglunum. 

Viðræður voru byrjaðar með Antony Gordon til Liverpool en salan á Elliot Anderson og Yankuba Minteh fyrir samtals 68 milljónir punda ætti að hjálpa Newcastle að anda hægar.


Athugasemdir
banner
banner