Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   lau 03. ágúst 2024 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Móðir Betu veiktist alvarlega í vetur - Síðustu mánuðir snúist um að koma henni aftur af stað í lífinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísabet Gunnarsdóttir hefur ekki verið í þjálfarastarfi frá því að hún sagði skilið við Kristianstad eftir tímabilið 2023. Hún var sterklega orðuð við starfið hjá enska stórliðinu Chelsea og þá var hún einnig orðuð við Aston Villa, norska kvennalandsliðið og starf hjá karlaliði Mjällby. Þá var hún orðuð við þjálfarastarfið hjá Leikni.

Lítið hafði heyrst frá Betu sjálfri þangað til hún ræddi við sænska miðilinn Norra Skåne á dögunum. Hún var tilbúin í nýja áskorun eftir 15 ár hjá Kristianstad en setti sinn feril til hliðar þegar móðir hennar veiktist alvarlega í apríl. Einbeiting Betu hefur verið á því að hugsa um hana.

„Ég hef einbeitt mér að öðrum hlutum en fótboltanum. Móðir mín (Rakel Bergsdóttir) veiktist í apríl og fyrir mig hefur þetta snúist um að koma henni aftur af stað í lífinu," sagði Beta. Rakel hefur búið í Kristianstad undanfarin sjö ár og í apríl fannst æxli í heila hennar. Rakel fór svo í aðgerð en í tengslum við hana fékk hún heilablóðfall.

„Móðir mín lamaðist á hægri hlið líkamans. Sem betur fer var þetta góðkynja æxli og þannig staðsett að það var hægt að fjarlægja það í aðgerð, en allt vorið og sumarið hefur snúist um að hjálpa mömmu aftur af stað í lífinu." Eftir aðgerðina flutti Rakel heim til Betu og fjölskyldu hennar svo auðveldara væri að aðstoða hana.

Beta er mjög þakklát fyrir fólkið á svæðinu. „Ég er svo glöð að það eru svo mikið af óðu fólki í Kristianstad og Hässleholm. Móðir mín hefur fengið ákaflega góða hjálp frá endurhæfingarstöðinni í Hässleholm." Rakel er komast aftur af stað.

„Staðan er að verða stöðugri og það er fyrst núna sem ég get farið að hugsa um mig sjálfa og þjálfaraferil minn," sagði Beta. Hún segir í viðtalinu að hún hafi aldrei verið í neinum samskiptum við Aston Villa í sumar. Það var BBC sem fjallaði um áhuga enska félagsins á íslenska þjálfaranum, „Ég veit ekki hvaðan þær upplýsingar komu,"

„Hvar myndi ég mest langa til að þjálfa? Ef þú hefðir spurt mig síðasta vetur þá hefði ég sagt England eða NWSL (bandaríska deildin), flestir kvenkyns þjálfarar vilja fara þangað. En núna er ég opin fyrir öllu."

En ekki þó Svíþjóð?

„Síðasta vetur hefði ég sagt þvert nei, en núna sé ég þetta aðeins öðruvísi. Ég held dyrunum opnum," sagði Beta sem er klár í að hefja störf í september.

„Ég er hvatvís manneskja svo við sjáum hvað kveikir áhuga minn," sagði Beta að lokum.
Athugasemdir
banner
banner