FH 2 - 2 Víkingur R.
1-0 Sigurður Bjartur Hallsson ('16 )
1-1 Nikolaj Andreas Hansen ('18 )
2-1 Sigurður Bjartur Hallsson ('69 )
2-2 Sveinn Gísli Þorkelsson ('72 )
Lestu um leikinn
1-0 Sigurður Bjartur Hallsson ('16 )
1-1 Nikolaj Andreas Hansen ('18 )
2-1 Sigurður Bjartur Hallsson ('69 )
2-2 Sveinn Gísli Þorkelsson ('72 )
Lestu um leikinn
Það var fjörugur leikur þegar FH fékk Víking í heimsókn í Kaplakrika í kvöld.
FH komst yfir eftir stundafjórðung. Víkingur var í sókn en Ahmed Faqa hreinsaði boltann langt fram völlinn. Sigurður Bjartur Hallsson vann Oliver Ekroth í baráttunni og slapp einn í gegn og skoraði framhjá Pálma Rafni Arinbjarnarsyni.
FH-ingar voru nánast ennþá að fagna markinu þegar Víkingur jafnaði metin. Óskar Borgþórsson átti skot sem Mathias Rösenörn varði út og Nikolaj Hansen komst í boltann og skoraði.
FH komst aftur yfir og aftur var það Sigurður Bjartur sem skoraði, nú eftir fyrirgjöf frá Kjartani Kára Halldórssyni.
Aftur svaraði Víkingur um hæl. Boltinn fór manna á milli eftir hornspyrnu og hann endaði hjá Sveini Gísla Þorkelssyni sem kom boltanum í netið.
Það reyndist síðasta mark leiksins og jafntefli því niðurstaðan. Þetta var fyrsta stig FH gegn Víkingi síðan 2020.
Víkingur endurheimtir 2. sætið af Breiðabliki sem náði því rétt áðan en liðin eru með 32 stig, stigi á eftir toppliði Vals sem á leik til góða. FH fer upp Aftureldingu í 8. sæti en bæði lið eru með 19 stig ásamt KA.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 16 | 10 | 3 | 3 | 42 - 21 | +21 | 33 |
2. Víkingur R. | 17 | 9 | 5 | 3 | 31 - 20 | +11 | 32 |
3. Breiðablik | 17 | 9 | 5 | 3 | 29 - 22 | +7 | 32 |
4. Fram | 16 | 7 | 3 | 6 | 25 - 21 | +4 | 24 |
5. Stjarnan | 16 | 7 | 3 | 6 | 29 - 27 | +2 | 24 |
6. Vestri | 16 | 7 | 1 | 8 | 15 - 14 | +1 | 22 |
7. ÍBV | 17 | 6 | 3 | 8 | 16 - 24 | -8 | 21 |
8. FH | 17 | 5 | 4 | 8 | 28 - 25 | +3 | 19 |
9. Afturelding | 16 | 5 | 4 | 7 | 19 - 24 | -5 | 19 |
10. KA | 17 | 5 | 4 | 8 | 17 - 32 | -15 | 19 |
11. KR | 17 | 4 | 5 | 8 | 37 - 40 | -3 | 17 |
12. ÍA | 16 | 5 | 0 | 11 | 16 - 34 | -18 | 15 |
Athugasemdir