Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   sun 03. ágúst 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Titilbarátta mætir fallbaráttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tveir áhugaverðir slagir á dagskrá í Bestu deild karla í dag þegar Breiðablik og FH eiga heimaleiki á svipuðum tíma.

Baráttan í deildinni er ótrúlega spennandi í ár og í dag eru tvö titilbaráttulið og tvö fallbaráttulið sem mæta til leiks.

Breiðablik tekur á móti KA klukkan 16:30, hálftíma áður en FH fær Víking R. í heimsókn og má búast við gríðarlega spennandi leikjum.

Breiðablik og Víkingur eru jöfn á stigum í titilbaráttunni, tveimur stigum á eftir toppliði Vals.

Að sama skapi eru KA og FH jöfn í fallbaráttunni, einu stigi fyrir ofan fallsæti.

Það eru 13 stig sem skilja á milli liðanna á stöðutöflunni.

Besta-deild karla
16:30 Breiðablik-KA (Kópavogsvöllur)
17:00 FH-Víkingur R. (Kaplakrikavöllur)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 19 11 4 4 47 - 28 +19 37
2.    Víkingur R. 19 10 5 4 34 - 24 +10 35
3.    Breiðablik 19 9 5 5 34 - 29 +5 32
4.    Stjarnan 19 9 4 6 36 - 31 +5 31
5.    Vestri 19 8 2 9 20 - 19 +1 26
6.    FH 19 7 4 8 36 - 31 +5 25
7.    Fram 19 7 4 8 28 - 26 +2 25
8.    ÍBV 19 7 3 9 20 - 26 -6 24
9.    KR 19 6 5 8 40 - 41 -1 23
10.    KA 19 6 5 8 21 - 35 -14 23
11.    Afturelding 19 5 6 8 24 - 30 -6 21
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir
banner