Hollenski varnarmaðurinn Jorrel Hato er genginn til liðs við Chelsea frá Ajax.
Kaupverðið er 35,5 milljónir punda en kaupverðið getur hækkað upp í 38,5 milljónir. Hann skrifar undir sjö ára samning.
Kaupverðið er 35,5 milljónir punda en kaupverðið getur hækkað upp í 38,5 milljónir. Hann skrifar undir sjö ára samning.
Hato er 19 ára gamall varnarmaður en hann getur spilað bæði sem miðvörður og vinstri bakvörður. Hann er uppalinn hjá Ajax. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir hollenska liðið aðeins 16 ára gamall. Hann hefur spilað sex landsleiki fyrir hönd Hollands.
„Ég er mjög spenntur. Ég hugsaði mikið um framtíðina og vildi taka næsta skref á ferlinum. Chelsea er besti staðurinn fyrir mig að gera það," sagði Hato.
Hato in the house. ???? pic.twitter.com/XvlCM8STVX
— Chelsea FC (@ChelseaFC) August 3, 2025
Athugasemdir