Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   sun 03. ágúst 2025 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Marco Silva lofar kaupum í sumar
Marco Silva hefur verið við stjórnvölinn hjá Fulham í fjögur ár.
Marco Silva hefur verið við stjórnvölinn hjá Fulham í fjögur ár.
Mynd: EPA
Marco Silva þjálfari Fulham segist skilja pirring stuðningsmanna félagsins sem vilja sjá bætingu á leikmannahópinum frá því í fyrra.

Fulham hefur hingað til eingöngu keypt inn markvörðinn Benjamin Lecomte í sumar fyrir tæplega hálfa milljón punda. Hann er 34 ára gamall og er hugsaður sem varamaður fyrir Bernd Leno.

Fulham endaði í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, með 54 stig. Liðið er búið að missa Willian, Carlos Vinícius og Reiss Nelson frá sér í sumar án þess að fylla í skörðin.

„Allir þjálfarar vilja vera með fullskipaðan leikmannahóp á þessum tímapunkti undirbúningstímabilsins. Það er því miður ekki staðan hjá okkur og ég skil gremju stuðningsmanna. Eina sem ég get sagt er að við erum að vinna hörðum höndum að því að bæta hópinn," segir Silva.

„Hingað til höfum við ekki fengið tækifæri til að styrkja hópinn okkar en við munum gera það. Það er ljóst að okkur vantar liðsstyrk. Við höfum mikið fyrir stafni í þessum félagaskiptaglugga."
Athugasemdir
banner
banner