Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   sun 03. ágúst 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mbeumo ræddi um Bruno og Watkins
Mynd: Man Utd
Bryan Mbeumo er spenntur fyrir framtíðinni hjá Manchester United og hlakkar sérstaklega til að spila með fyrirliðanum Bruno Fernandes, sem hafnaði tækifæri til að flytja til Sádi-Arabíu í sumar.

Mbeumo er partur af nýrri sóknarlínu Rauðu djöflanna þar sem Matheus Cunha er einnig kominn til liðsins og þá er verið að reyna að kaupa nýjan framherja.

Ollie Watkins var orðaður við Man Utd á dögunum en Aston Villa neitar að selja framherjann sinn. Núna er United að reyna við Benjamin Sesko hjá Leipzig.

„Ég er spenntastur að spila við hlið Bruno því hann er virkilega góður leikmaður. Hann getur skotið, hann kann að gefa fyrir og er með magnaða sendingagetu. Það er draumur fyrir sóknarmann að hafa svona samherja á vellinum," sagði Mbeumo í hlaðvarpi Rio Ferdinand á dögunum.

„Ég hlakka mjög til að spila með honum, ef ég kemst í réttu hlaupin þá mun hann alltaf finna rétta sendingu til mín. Hann hefur þennan hæfileika."

Man Utd keypti Mbeumo fyrir um 70 milljónir punda fyrr í sumar. Hann er spenntur fyrir orðrómum sem segja félagið hafa áhuga á Watkins.

„Hann er fullkominn framherji sem getur gert mikið af hlutum. Hann er bæði góður að tengja spilið og að stinga sér innfyrir varnarlínuna sem er frábært fyrir mig sem kantmann."
Athugasemdir
banner