Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   sun 03. ágúst 2025 20:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Önnur þjálfarabreyting í Árbænum (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fylkir
Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis og meistaraflokksráð kvenna hefur tekið þá ákvörðun að láta Bjarna Þórð Halldórsson, þjálfara og Elías Hlyn Lárusson, aðstoðarþjálfara, taka pokana sína.

„Stjórn hefur þegar hafið vinnu við að finna nýjan þjálfara til að leiða næstu skref í uppbyggingu kvennaknattspyrnu félagsins og mun tilkynna um þá ráðningu á næstunni," segir í tilkynniingu frá félaginu.

Fylkir er í næst neðsta sæti Lengjudeildarinnar með sjö stig eftir 13 umferðir. Liðið vann tvo fyrstu leikina í sumar en hefur ekki unnið síðan. Liðið féll úr Bestu deildinni síðasta sumar.

Fylkir gerði einnig þjálfarabreytingu fyrr í sumar hjá karlaliðinu þar sem Arnar Grétarsson tók við af Árna Frey Guðnasyni sem tók við liðinu í vetur.


Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 17 15 1 1 69 - 14 +55 46
2.    HK 17 12 1 4 48 - 25 +23 37
3.    Grótta 17 11 1 5 35 - 25 +10 34
4.    Grindavík/Njarðvík 16 10 2 4 38 - 21 +17 32
5.    KR 17 8 1 8 42 - 42 0 25
6.    ÍA 17 6 3 8 25 - 33 -8 21
7.    Haukar 17 6 1 10 26 - 44 -18 19
8.    Keflavík 16 4 4 8 23 - 26 -3 16
9.    Fylkir 17 2 2 13 20 - 49 -29 8
10.    Afturelding 17 2 0 15 12 - 59 -47 6
Athugasemdir
banner
banner