Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   sun 03. ágúst 2025 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Ósáttur Lookman fer fram á sölu
Mynd: EPA
Nígeríumaðurinn Ademola Lookman hefur lagt inn formlega beiðni til Atalanta um að fara frá félaginu.

Lookman er 27 ára gamall og verið aðalmaður Atalanta síðustu þrjú ár.

Hann var hetja liðsins er það vann Evrópudeildina á síðasta ári, og gerði heiðursmannasamkomulag við Atalanta um að hann mætti fara ef sanngjarnt tilboð myndi berast félaginu.

Á dögunum hafnaði Atalanta 45 milljóna evra tilboði Inter og hefur Lookman nú fengið nóg. Hann hefur lagt fram formlega beiðni um að fara frá félaginu og vonar að Atalanta geri hið rétta með því að leyfa honum að fara.

„Ég hef elskað hvert einasta augnablik en ég tel núna, eftir þrjú yndisleg ár í Bergamó, rétta tímann til þess að upplifa nýtt ævintýri. Aragrúi af félögum hafa rætt við Atalanta um mig hér áður og alltaf hef ég verið trúr félaginu, en ég og eigendur félagsins höfum verið sammála um það að núna sé rétti tíminn og hefur félagið verið skýrt með að leyfa mér að fara ef sanngjarnt tilboð kemur á borðið.“

„Þrátt fyrir að félagið hafi fengið tilboð í samræmi við það sem um var rætt hefur það ákveðið að koma í veg fyrir brottför mína af ástæðum sem ég á erfitt með að skilja. Niðurstaðan er því sú að eftir marga mánuði af sviknum loforðum og slæmri framkomu í minn garð sem manneskju og sem atvinnumanni í fótbolta hef ég því miður engra annarra kosta völ en að tjá mig um það sem ég tel rétt og að nú sé nóg komið.“

„Ég get því staðfest það að ég hef lagt inn formlega beiðni um sölu frá félaginu,“
sagði Lookman á samfélagsmiðlum.
Athugasemdir
banner
banner