Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   sun 03. ágúst 2025 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Palhinha kominn til Tottenham (Staðfest)
Mynd: Tottenham
Joao Palhinha er genginn til liðs við Tottenham á láni frá Bayern út tímabilið.

Hann snýr aftur í úrvalsdeildina eftir að Bayern keypti hann frá Fulham fyrir tæplega 50 milljónir punda síðasta sumar.

Það er kaupákvæði í samningnum hans hjá Tottenham en félagið getur keypt hann fyrir 27 milljónir punda.

Palhinha er þrítugur portúgalskur miðjumaður en hann fékk ekki stórt hlutverk hjá Bayern. Hann kom aðeins við sögu í 25 leikjum í öllum keppnum, þar af 17 í þýsku deildinni.


Athugasemdir
banner