Joao Palhinha er genginn til liðs við Tottenham á láni frá Bayern út tímabilið.
Hann snýr aftur í úrvalsdeildina eftir að Bayern keypti hann frá Fulham fyrir tæplega 50 milljónir punda síðasta sumar.
Hann snýr aftur í úrvalsdeildina eftir að Bayern keypti hann frá Fulham fyrir tæplega 50 milljónir punda síðasta sumar.
Það er kaupákvæði í samningnum hans hjá Tottenham en félagið getur keypt hann fyrir 27 milljónir punda.
Palhinha er þrítugur portúgalskur miðjumaður en hann fékk ekki stórt hlutverk hjá Bayern. Hann kom aðeins við sögu í 25 leikjum í öllum keppnum, þar af 17 í þýsku deildinni.
We are delighted to announce the signing of João Palhinha on loan from FC Bayern, subject to international clearance and work permit ??
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 3, 2025
Athugasemdir