Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   sun 03. ágúst 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Papu Gómez til Padova (Staðfest) - Enn í banni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Argentínumaðurinn knái Alejandro 'Papu' Gómez er kominn aftur til Ítalíu þar sem hann mun spila með Padova eftir tveggja ára bann frá fótbolta.

Papu féll á lyfjaprófi í október 2023 og var dæmdur í tveggja ára bann. Hann fær því ekki að snúa aftur á völlinn fyrr en í október.

Hann er 37 ára gamall og gerði garðinn frægan með Atalanta. Honum tókst að spila 17 landsleiki með Argentínu og var með í hópunum sem unnu Copa América 2021 og HM 2022.

Padova leikur í Serie B eftir að hafa komist upp úr Serie C á síðustu leiktíð.

Papu gerir tveggja ára samning við félagið og mun því vera samningsbundinn Padova til 39 ára aldurs.

Eftir brottför sína frá Atalanta, þar sem hann var í sjö ár, lék Papu Gómez fyrir Sevilla og Monza áður en hann var dæmdur í bann.


Athugasemdir
banner