Argentínumaðurinn knái Alejandro 'Papu' Gómez er kominn aftur til Ítalíu þar sem hann mun spila með Padova eftir tveggja ára bann frá fótbolta.
Papu féll á lyfjaprófi í október 2023 og var dæmdur í tveggja ára bann. Hann fær því ekki að snúa aftur á völlinn fyrr en í október.
Hann er 37 ára gamall og gerði garðinn frægan með Atalanta. Honum tókst að spila 17 landsleiki með Argentínu og var með í hópunum sem unnu Copa América 2021 og HM 2022.
Padova leikur í Serie B eftir að hafa komist upp úr Serie C á síðustu leiktíð.
Papu gerir tveggja ára samning við félagið og mun því vera samningsbundinn Padova til 39 ára aldurs.
Eftir brottför sína frá Atalanta, þar sem hann var í sjö ár, lék Papu Gómez fyrir Sevilla og Monza áður en hann var dæmdur í bann.
A Padova il sabato ha cambiato ritmo
— Calcio Padova (@PadovaCalcio) August 1, 2025
Abbonati: https://t.co/VN8VvdTYiu#enterpapu #papuishere #papugoal #papugomez #bailacomoelpapu pic.twitter.com/9Onig4YCJ5
Athugasemdir