Graham Potter, stjóri West Ham á Englandi, staðfesti við fjölmiðla í dag að framherjinn Michail Antonio verði ekki með liðinu á komandi leiktíð.
Antonio hefur ekkert spilað með West Ham síðan hann lenti í alvarlegu bílslysi í desember.
Þessi 35 ára gamli framherji var fluttur með sjúkraflugi á spítala. Það fór þó betur en á horfðist og sneri hann aftur til æfinga undir lok tímabils.
Samningur Antonio við West Ham rann út í sumar og hefur Potter nú staðfest að hann verði ekki áfram hjá félaginu.
West Ham fékk Callum Wilson á frjálsri sölu frá West Ham í gær sem þýðir að það er ekki lengur pláss fyrir Antonio sem þarf að finna sér nýtt félag.
Framherjinn spilaði í tíu ár með West Ham og er markahæsti leikmaður félagsins í ensku úrvalsdeildinni með 68 mörk.
Athugasemdir