Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   sun 03. ágúst 2025 17:18
Brynjar Ingi Erluson
Santa Cruz skoraði í úrvalsdeildinni í Paragvæ - Fagnar 44 ára afmæli sínu eftir tvær vikur
Santa Cruz í leik með Libertad
Santa Cruz í leik með Libertad
Mynd: EPA
Santa Cruz hefur verið lengi í þessum bransa
Santa Cruz hefur verið lengi í þessum bransa
Mynd: EPA
Paragvæski sóknarmaðurinn Roque Santa Cruz er enn á iði nú 28 árum eftir að hafa hafið atvinnumannaferil sinn og komst meira að segja á blað þegar Libertad vann Atlético Tembetary, 3-1, í paragvæsku úrvalsdeildinni um helgina.

Santa Cruz hefur verið atvinnumaður síðan 1997, sem hann hóf með Olimpia Asuncion í heimalandinu.

Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Bayern München og Blackburn Rovers, ásamt því að hafa leikið með Manchester City, Malaga, Real Betis og fleiri félögum.

Paragvæinn fagnar 44 ára afmæli sínu eftir tvær vikur og ekki dauður úr öllum æðum, en það sýndi með því að skora gott skallamark í 3-1 sigri Libertad á Atlético á föstudag, sem var þriðja mark hans á tímabilinu og hefur hann nú skorað 100 mörk síðan hann sneri aftur heim til Paragvæ fyrir níu árum.

Magnaður ferill hjá Santa Cruz sem hefur upplifað ýmislegt á ferlinum og spilað með toppleikmönnum frá mismunandi kynslóð, en Lothar Matthaus, Oliver Kahn, Philipp Lahm, Mats Hummels, Bastian Schweinsteiger, Javier Saviola, Patrick Vieira, Vincent Kompany og Yaya Toure eru á löngum lista yfir þá frábæru leikmenn sem hann hefur spilað með.

Hann lék þá 112 landsleiki og skoraði 32 mörk á sautján ára landsliðsferli sínum sem lauk árið 2016.

Ekki kemur fram hvað Santa Cruz á mikið eftir af samningi sínum við Libertad, en hann á greinilega eitthvað eftir á tanknum enda heilsuhraustur og farið vel með sig í gegnum árin.


Athugasemdir
banner
banner