Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   sun 03. ágúst 2025 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Stuðullinn á að KR falli hrapar um meira en 40 prósent
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Veðbankinn EpicBet hefur lækkað stuðulinn á að KR-ingar falli úr Bestu deildinni niður um meira en 40 prósent vegna slæms gengis liðsins á síðustu vikum.

KR-ingar hafa ekki unnið leik síðan í lok júní og eru sem stendur í næst neðsta sæti með 17 stig.

Liðið tapaði fyrir ÍBV, 2-1, í Þjóðhátíðarleiknum í gær sem var áttunda tap KR-inga á tímabilinu.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, talaði um það eftir leikinn í gær að það hafi verið versta frammistaða liðsins í sumar.

KR hefur tíu leiki til þess að rétta úr kútnum, fimm í hefðbundinni 22 umferða deild og síðan fimm leiki þegar deildinni verður skipt í tvo hluta.

Staðan er mjög svipuð og hún var á sama tíma á síðasta ári. Þá voru KR-ingar með 15 stig í 10. sæti. Óskar Hrafn kom inn og náði að bjarga liðinu frá falli með frábærri frammistöðu í neðri hluta umspilinu.

Fyrir nokkrum vikum var stuðullinn á að KR falli 9 hjá Epic Bet, en hann hefur nú fallið um rúm 40 prósent og stendur núna í 5.

Leikirnir sem KR á eftir í hefðbundinni 22 umferða deild:
KR - Afturelding (11. ágúst)
Fram - KR (18. ágúst)
KR - Stjarnan (25. ágúst)
Vestri - KR (31. ágúst)
KR - Víkingur R. (14. september)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 16 10 3 3 42 - 21 +21 33
2.    Víkingur R. 16 9 4 3 29 - 18 +11 31
3.    Breiðablik 16 9 4 3 28 - 21 +7 31
4.    Fram 16 7 3 6 25 - 21 +4 24
5.    Stjarnan 16 7 3 6 29 - 27 +2 24
6.    Vestri 16 7 1 8 15 - 14 +1 22
7.    ÍBV 17 6 3 8 16 - 24 -8 21
8.    Afturelding 16 5 4 7 19 - 24 -5 19
9.    FH 16 5 3 8 26 - 23 +3 18
10.    KA 16 5 3 8 16 - 31 -15 18
11.    KR 17 4 5 8 37 - 40 -3 17
12.    ÍA 16 5 0 11 16 - 34 -18 15
Athugasemdir
banner